Mistur
Gig Seeker Pro

Mistur

| SELF

| SELF
Band Folk Acoustic

Calendar

This band has not uploaded any videos
This band has not uploaded any videos

Music

Press


"Mistur dáleiddi með söng og spili: Urðum ástfangnar og höfum ekki hætt"

Pressan rakst á dúettinn Mistur á Patreksfirði á dögunum en hann skipa þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir. Dúettinn tróð upp í fyrrum sláturhúsi þar í bæ og gjörsamlega dáleiddi áhorfendur með töfrandi tónum. Í samtali við Pressuna segja þær stutt í að þær meiki það á heimsvísu og að draumurinn sé að lifa á tónum.

Já, við erum tónlistarkonur,

samþykkja þær samtímis. Guðný Gígja er frá Patreksfirði og Bjartey er Hafnfirðingur, báðar tvítugar og spila lystivel á gítar.

Við kynntumst í kórnum í Flensborg og höfum verið óaðskiljanlegar síðan. Samstarfið byrjaði þegar við vorum úti í kórkeppni á Spáni. Við þekktumst eiginlega ekki neitt, en erum í sömu röddinni, erum báðar alt 2, svona djúpar og byrjuðum allt í einu að syngja saman. Við urðum einhvern veginn ástfangnar af því og höfum ekki hætt.

Þær segjast æfa sig að troða upp á Patreksfirði, þar sem pressan er örlítið minni en í stærri borgum. Dúettinn sér sjálfur um að semja saman bæði texta og lög.

Við semjum alveg saman. Erum bara inni í herbergi og reynum að brainstorma og koma þessu frá okkur.

Þær segja að draumurinn sé að lifa á tónlistinni í framtíðinni. Dúettinn hefur verið pantaður til Danmerkur nú á sumarmánuðum þegar stúlkurnar leggja land undir fót og hyggjast heilla Dani með spileríi og söng. - Pressan.is


Discography

Still working on that hot first release.

Photos

Bio

Currently at a loss for words...