Cosmic Call
Gig Seeker Pro

Cosmic Call

Band Rock Alternative

Calendar

This band has not uploaded any videos
This band has not uploaded any videos

Music

Press


"Svalar hendur, funheit frumraun"


Á dögunum kom út fyrsta hljómplata sveitarinnar Cosmic Call sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Sveitin hefur verið dugleg við að spila og koma sér á framfæri og smáskífur plötunnar hafa fengið fína spilun á útvarpsstöðvum undanfarið.

Að mínu mati kveður hér við nýjan tón á Íslandi og með þessari plötu kemur hin unga hljómsveit gríðarlega sterk inn með grípandi lögum og þéttu undirspili. Platan er framsækin, hæfilega þroskuð og státar af skemmtilegum vel sömdum lögum.

Að plötunni kom meðal annars maður að nafni Richard Dodd sem frægastur er fyrir að vinna til Grammy-verðlauna fyrir hljóðblöndun á lagi Tom Petty – Wildflowers. Hann sá um að „mastera“ plötu Cosmic Call. Hann og upptökustjórinn Sigurður Ingvar Þorvaldsson hafa náð því besta úr þessari sveit.

Tvö lög standa upp úr á skífunni, en það eru lögin sem notið hafa hvað mestra vinsælda, Cold Hands og Lightbulbs. Þvílíkir slagarar hafa ekki heyrst í íslenskri tónlist í langan tíma frá alt-rokkhljómsveit svo árum skiptir. Lög sem gætu sómt sér vel á hvaða vinsældarlistum sem er í veröldinni. Ég fullyrði það.

Sveitin sækir áhrif sín til ekki ómerkari sveita en Arcade Fire, Pixies og The Cure og það er ljóst þegar hlustað er á plötuna að sveitin unga hefur unnið heimavinnuna sína vel. Sérstaklega ber að hrósa söngvaranum Sigurmon Hartmann Sigurðssyni fyrir frábæran söng, gríðarlegt efni þar á ferð.

Hængurinn við plötuna er, líkt og með stuttskífur sem þessar sem telja aðeins sjö lög, að hlustandinn finnur meira fyrir þeim lögum sem síðri eru. Veikir hlekkir verða stærri þegar heildin er ekki umfangsmeiri.Það eru engin arfaslök lög á plötunni en þegar lengra dregur í áhlustun upplifir maður það sem svo að restin sé uppfyllingarefni þegar platan hefur byrjað með jafn miklum látum og glæsibrag frumraun Cosmic Call gerir.

Allt í allt myndi ég segja þetta frábærlega vel heppnaða frumraun, sem státar af að minnsta kosti þremur útvarpsvænum slögurum sem þykir ekki ónýtt. Óhætt að mæla með þessum grip. Leggið nafnið á minnið. - DV


Discography

Cosmic Call EP (2009)
Radio Airplay: Three singles from the album have gotten good airplay in Iceland.

Photos

Bio

Cosmic Call is a five-piece indie rock band from the countryside of Iceland. Despite coming from a small town they bare all the qualities of a big-stadium band. On stage they are electrifying, bringing raw-emotions while creating a sonic landscape with echoed guitars, synthesizers and a violin. A unique combination of those instruments is what defines their sound. The band was formed by a group of friends that all shared the same passion for music and art. Drawing from varied influences songs started coming to life and the band rapidly evolved. Equally inspired by bands like Arcade Fire, The Cure, Pixies, Joy Division and Yeah Yeah Yeahs.
Soon after the bands formation they went into the studio to record an EP album. It was recorded by Sigurður I. Þorvaldsson, one of Icelands top producers and mastered by grammy award winning engineer Richard Dodd (Kings of Leon, Greenday, Red Hot Chilli Peppers). The album was released on the 24th of July in 2009. A limited hand sewed edition of 1000 copies made by the band members and their friends and family.