Bob
Gig Seeker Pro

Bob

Band Rock

Calendar

This band has not uploaded any videos
This band has not uploaded any videos

Music

Press


"Frumlegt án tilgerðar"

Laugardaginn 11. nóvember, 2006 - Tónlist

TÓNLIST - Íslenskur geisladiskur
Frumlegt án tilgerðar

Bob - Dodqoqpop stjörnugjöf: 4

Geisladiskur hljómsveitarinnar Bob, nefndur Dodqoqpop. Lög og textar eru eftir Bob. Bob eru þeir Skúli Agnarr sem leikur á bassa, Matthías Arnalds á gítar, Finnur Pind á gítar og Friðrik Helgason á trommur.


Geisladiskur hljómsveitarinnar Bob, nefndur Dodqoqpop. Lög og textar eru eftir Bob. Bob eru þeir Skúli Agnarr sem leikur á bassa, Matthías Arnalds á gítar, Finnur Pind á gítar og Friðrik Helgason á trommur. Auk Bob koma fram á diskinum Gunnar Jónsson, söngur, Spaceman, söngur, Sigtryggur Baldursson, ásláttur, Þórður Þorsteinsson á saxófón, Anna Finnbogadóttir á selló, Elín Pjetursdóttir á flautu og Guðrún Mist Sigfúsdóttir á fiðlu. Umsjón með upptökum í Gróðurhúsinu hafði Sturla Mio Thorisson. Hljóðblandað í Gróðurhúsinu af Mio og Bob. Rass gefur út.

ÞAÐ er alltaf skemmtilegt að fá tækifæri til þess að heyra frumlegar hljómsveitir spila vandaða og vel útsetta tónlist. Bob er svo sannarlega í þeim hópi. Tónlistin þeirra er hvorki hefðbundin né ofhlaðin, hún er merkilega sérstök og dramatísk.

Útsetningarnar eru afar vandaðar. Það er mikið um að vera en samt sem áður tekst að setja það fram á mínímalískan hátt. Gítarhljómurinn á plötunni tengir lögin skemmtilega saman og gefur henni góðan heildarhljóm án þess þó að ég hafi fengið það á tilfinninguna að ég væri alltaf að hlusta á sama lagið. Þennan hljóm er ekki auðvelt að útskýra en hann er þó ekki óþekkt fyrirbæri í íslenskri tónlist. Kannski minnir hann örlítið á neðanjarðartónlist Íslendinga á níunda áratugnum. Þetta er samt ekki beint pönk eða nýbylgja - lögin eru nefnilega skreytt með fallegum strengjaútsetningum og píanótónum og stundum verða þau sálarrík og einkar melódísk.

Það má endalaust telja upp aðra tónlistarmenn eða hljómsveitir sem Bob líkjast. Á Dodqoqpop fannst mér ég heyra áhrif allt frá Kuklinu til Placebo og þaðan yfir í Frank Zappa. Reyndar er tónlist Bob of fjölbreytt til þess að megi líkja henni við nokkurn skapaðan hlut. Þeir eru eins og annað afbrigði af þeim frumleika sem kemur fram hjá virkilega góðum hljómsveitum sem eru ekki hræddar við tilraunastarfsemi. Það er svo merkilegt að mér finnst lögin verða kannski fulldramatísk á köflum, en svo tekst Bob alltaf að brjóta það upp og skapa orku sem sjaldan finnst í tónlist sem þessari.

Það sem mér þótti helst vanta upp á tengist söngnum, mér þótti söngvararnir fínir en oft var eins og laglínurnar væru ekki nægilega sterkar eða að samruni söngs og lags gengi ekki fyllilega upp, þetta gildir þó ekki um öll lögin. Ég var til dæmis mjög hrifin af söngnum í Melody Sheep. Kannski vegna þess að ég er mikill sökker fyrir grípandi melódíum og hressilegum bassalínum. Mér finnst einnig vert að taka það fram að hljóðfæraleikurinn á plötunni er frábær. Það skiptir engu máli hvaða hljóðfæri um er rætt. Framúrskarandi alveg hreint.

Umslag plötunnar er saga í heila grein út af fyrir sig. Það má fletta bæklingnum og skoða þar nafn hljómsveitarinnar og plötunnar á ýmsa vegu. Enda hafa liðsmenn Bob leikið sér vel með grafískar hugmyndir nafns síns (bobdodqoqpop).

Þetta er ekki plata sem síast auðveldlega inn, hún er ekki þess eðlis að hún eigi að skiljast auðveldlega. Ég er ekki viss um að hún eigi eftir að verða vinsælasta platan en hún er ein af þeim frumlegustu og vönduðustu sem ég hef heyrt lengi. Hún er avant garde - án tilgerðar.

Helga Þórey Jónsdóttir
- Morgunblaðið - Helga Þórey Jónsdóttir


Discography

Album: 'dod qoq pop', released on Rass records the 16th of October 2006.

Photos

Bio

I have the weirdest friends. They are the kind that you can’t really explain in words. I personally quite like that. I like the aura of mysteriousness that surrounds my friends and I don’t really want to destroy their magic by dissecting them too much. But as a friend I also have obligations. I want (or at least should want) to help them out. So when some of these weird friends ask me to write a bio about their band that will shed light on their background and musical growth I can’t really say no can I? But I sure as hell can’t write something of substance… or at least I don’t think I can…

Bob are my weird friends that I can’t explain in words. I couldn’t explain them when I first met them and over the years they have grown weirder, travelled further into orbit.

I do remember their first gig however. They were a three-piece back then, just two guitars and drums. I remember them telling me later that they were really nervous for that gig, but it didn’t show. They were fucking fantastic, they sounded like something between Bleach era Nirvana and a mental breakdown. Completely dangerous and raw and very authentic I thought!

I begged them to never get a bass player and not change a thing about their sound. I thought they had stumbled upon a great formula, Neo-grunge or something! But they didn’t listen and recruited a girl on bass and bought themselves enough guitar effects to make people vomit at their gigs from the evil frequencies they produced (one of their gadgets is even called “Total Sonic Annihilation” and makes your guitar have an electronic epilepsy fit. It sounds really cool!).

I also started noticing some overtly homosexual behaviour at band practices. I didn’t think much of it at first but soon realized it was there to stay. I’d be a guest at their practices, minding my own business and reading a magazine, only to look up and stare an exposed penis right in the eye. I had to get used to stuff like that. But now I’m fine!

And bob continued evolving, on their own terms of course. They had some trouble finding a bass player they were comfortable with, but eventually found their perfect match. A guy that adds a dimension (and more effects) to their sound I’m really fond of. I abandoned my neo-grunge theory and welcomed this new sound..

But the new guy also added to their overtly homosexual behaviour. Now they had begun rubbing their exposed penises on each others faces. And today that’s basically what they do, they rub themselves on each other and laugh. They have also told me that they wish they were true homosexuals (unlike the faux homos that they are) so they could just have sex with their male friends and not have to deal with girls and emotional intimacy.

And that’s bob. They aren’t as esoteric as one might think. There is seldom a plan of attack. No hidden code you have to decipher. There is just bob! They sound weird not because that’s what they decided to sound like, but because that is what they are. For example, I remember once coming over to their practice space where they played me a great song. I immediately started making connections to other people’s weird music. “That sounds like a mix of The Velvet Underground and Sonic Youth” I said. “Who the fuck are Sonic Youth?” they asked in return.

So there you have it. Bob are a strange sensation. Their first album is called “dod qoq pop” for Christ’s sakes and it features amongst other things a seriously black rapper doing some ad libs about chicken, a theremin solo, samples from the first edition of “Command and Conquer”, a bongo drum solo by the drummer of the legendary Sugarcubes and of course the aforementioned “Total Sonic Annihilation” unit in full swing! They were also going to include samples of people getting cock-slapped, but they were pressed for time so they had to compromise.

But enough words. This exercise has taught me that bob are not to be explained. They are to be enjoyed!

GJ