Jón Þór

Jón Þór

BandRockPop

Indie-charged pop/rock with icelandic lyrics

Biography

Singer/Songwriter Jón Þór has since his teens played with a number of bands in his native Iceland. Those include Lada Sport (released their LP Time and Time Again in 2007), Isidor (LP, Betty Takes a Ride in 2004) and Dynamo Fog. Jón Þór is working on his first full-length album.

Lyrics

Tímavél

Written By: Jón Þór Ólafsson

Nú stöðvast ég og stari á.
Hér finnst mér eins og tíminn hafi flogið framhjá.
Ég skrifa í rykið allt sem ég man ennþá.
Mitt hjarta fyllist af fortíðarþrá.

Nú stöðvast ég og stari á.
Finn dagbækur - þær draga aftur vísana.
Ó, þær gleypa mig, éta mig, ferja mig
á ögn einfaldari stað,
vekja upp ljúfsárar minningar.

Ég hristist án þess að hreyfast.
Ég gleymi mér.
Ég tefst um tvær til þrjár mínútur
í tímavél.

Stundarkorn ef þú skolast burtu
syntu aftur til mín því þín saknað verður
og gleymskan er þjófótt
þó svo hún gefi mér stundum ókeypis ferð,
um borð í tímavél.

Nú stöðvast ég og stari á.
Hér finnst mér eins og tíminn hafi flogið framhjá.
Ég skrifa í rykið allt sem ég man ennþá.
Mitt hjarta fyllist af fortíðarþrá.

Ég hristist án þess að hreyfast.
Ég gleymi mér.
Ég tefst um tvær til þrjár mínútur
í tímavél.

Hjartastingur

Written By: Jón Þór Ólafsson

Í fylgsnum augna þinna
þar sé ég sál mína
og ég veit ég hefði getað
fengið meira fyrir hana.
Við spilum greinilega sama leikinn.

Ég hlusta eftir símanum syngja.
Viðvörunarbjöllur hringja svo hátt
og hjörtun opnast uppá gátt.
Við hittumst svo kannski seinna,
hlægjum að öllu því sem við gerðum rangt.

Við skrifum undir með fjöður,
hálfum huga og geði glöðu.
Hann sem gleymist kannski en týnist ekki.
Ósýnilegur samningur
veitist að mér sem hjartastingur.

Í fylgsnum augna þinna
þar sé ég sál mína
og ég veit ég hefði getað
fengið meira fyrir hana.
Við spilum greinilega sama leikinn.

Discography

Tímavél/Hjartastingur (2011) (single)